Viðskipti innlent

Exista í Viðskiptablaðið?

Eins og komið hefur fram á bloggsíðum verður Viðskiptablaðið brátt dagblað sem kemur út fjórum til fimm sinnum í viku. Leitað hefur verið til ýmissa fjárfesta, þar á meðal Baugs og Björgólfsfeðga, um að koma að verkefninu. Þær raddir heyrast nú að Exista, Kaupþing og Síminn ætli að koma að verkefninu með tvö hundruð milljón króna framlagi. Þetta myndu vera nokkur tíðindi, enda hafa stjórnendur Exista lýst því yfir að Síminn muni einbeita sér að dreifingu efnis fremur en beinum fjölmiðlarekstri.

Tveir þekktir blaðamenn, þeir Guðmundur Magnússon og Pétur Gunnarsson, munu vinna að þessu og öðrum sérverkefnum fyrir hönd Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskiptablaðsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×